Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst miðvikudaginn 7. júlí og stendur til 11. júlí. Þrír viðburðir verða fyrsta daginn og verða tónleikar í Siglufjarðarkirkju kl. 20:00, í Bátahúsi Síldarminjasafnsins kl. 21:30 og í Bræðsluverksmiðju Gránu kl. 23:00. Listrænn stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson.
Dagskrá:
SIGLUFJARÐARKIRKJA KL. 20.00 – 21.00
Jón Leifs í kompaníi við Mahler
Sönglög eftir Jón Leifs og Gustav Mahler
Oddur Arnþór Jónsson baritón og Sigurður Helgi Oddsson píanó
BÁTAHÚSIÐ KL. 21.30 – 22.30
Suður-Amerískar ballöður
Uwe Eschner gítar og Axel Meyer gítar, Þýskalandi
BRÆÐSLUVERKSMIÐJAN GRÁNA 23.00 – 24.00
Á hálu lífsins harmasvelli
Kvæðakonan og sellóleikarinn Kristín Lárusdóttir