Þjóðlagahátíðin haldin á Siglufirði í júlí

21. Þjóðlagahátíðin verður haldin á Siglufirði í júlí. Hátíðin hefst miðvikudaginn 7. júlí og lýkur sunnudaginn 11. júlí. Hátíðin í ár ber yfirskriftina “Syngjum og dönsum”. Listrænn stjórnandi er sem fyrr Gunnsteinn Ólafsson. Tónleikastaðir á Siglufirði eru: Siglufjarðarkirkja, hús Síldarminjasafnsins, Rauðka og Þjóðlagasetrið.

Hægt er að kaupa staka miða á einstaka viðburði, helgarpassa, dagpassa, tvenndarpassa og hátíðarpassa. Miðasala er á Tix.is og í Þjóðlagasetrinu. Ókeypis er fyrir 15 ára og yngri á hátíðina.

Ýmis námskeið verða í boði á meðan hátíðinni stendur sem eru öll ókeypis.

Þá verður Þjóðlagaakademían starfandi frá 8.-10. júlí og er hún einnig ókeypis.