Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst með opnunartónleikum í Siglufjarðarkirkju á miðvikudaginn kl. 17. Kammerkór Egilsstaðakirkju syngur íslensk og norsk þjóðlög í Siglufjarðarkirkju milli kl. 17-18. Stjórnandi er Torvald Gjerde.

Þá verða bandarísk þjóðlög flutt kl. 20:00-21:00 í Siglufjarðarkirkju, en þar koma fram Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og Francisco Javier Jauregui gítarleikari.

Þjóðlagasveitin Brek flytur frumsamið efni í þjóðlagastíl í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði og hefjast tónleikar kl. 21:30-22:30. Fram koma : Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og píanóleikari, Jóhann Ingi Benediktsson gítarleikari og söngvari, Guðmundur Atli Pétursson mandólínleikari  og Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari.

Hægt er að kaupa tónleikapassa eða miða á einstaka tónleika á Tix.is.

Ókeypis námskeið hefjast fimmtudaginn 7. júlí og föstudaginn 8. júlí. Nánari upplýsingar hér fyrir skráningu og dagskrá.

Þjóðlagaakadeíman hefst fimmtudaginn 7. júlí og stendur til 9. júlí. Námskeið um íslenska þjóðlagatónlist – opið öllum almenningi. Nánari upplýsingar hér.