Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 15 ára í ár

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er 15 ára í ár, en hún var fyrst haldin árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og Siglufjarðarkaupstaðar. Hátíðin er skipulögð í nafni Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, en samstarfsaðilar á Siglufirði eru Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja.

Hátíðin í ár ber nafnið Fagur syngur svanurinn. Staðfest dagskrá er komin á heimasíðu Þjóðlagasetursins.

Að vanda verður einnig Þjóðlagaakademía samhliða hátíðinni, en sú dagskrá verður auglýst síðar.

Þjóðlagasetur