Þjóðlagahátíð lýkur í dag

Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði lýkur formlega í dag með tónleikum Sinfóníuhljómsveit unga fólksins í Siglufjarðakirkju kl. 14:00. Fjölmargir viðburðir voru í gær ásamt uppskeruhátíð.

SUNNUDAGUR 9. JÚLÍ

14:00 SIGLUFJARÐARKIRKJA – SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT UNGA FÓLKSINS
  • Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson
  • Einleikari: Björg Brjánsdóttir flauta
  • Arturo Márquez: Danzón nr. 2
  • Marcin Blazewicz: Konsert fyrir flautu og strengi
  • Franz Schubert: Ófullgerða sinfónían í h-moll
  • Tónleikarnir verða endurteknir í Neskirkju þriðjudaginn 11. júlí 2017 kl. 20.00