Þjóðlagahátíð lýkur í dag með vígslu á Bjarnatorgi

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefur staðið yfir síðan á miðvikudaginn s.l. og lýkur í dag með vígslu á Bjarnatorgi við Siglufjarðarkirkju og minnisvarða af sr. Bjarna. Meðal gesta verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

Sunnudagur 7. júlí

Siglufjarðarkirkja kl. 14.00
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins
Hugi Guðmundsson: Minningarbrot. Frumflutningur W.A.Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr

Pjotr Tjækovský: Hnotubrjóturinn (svíta)
Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðla
Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson

 

Bjarnatorg við Siglufjarðarkirkju kl. 16.00
Vígsla brjóstmyndar af sr. Bjarna Þorsteinssyni

þjóðlagasafnara eftir Ragnhildi Stefánsdóttur.