Þjóðlagahátíð hefst í dag á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin hefst í dag á Siglufirði. Meðal annars verður boðið upp á fjallgöngu í dag og tónleika í kvöld. Alla dagskránna má finna á www.folkmusik.is

Dagskráin í dag:

Miðvikudagur 3. júlí

Ráðhústorgið kl. 13.00

Gengið á Gróuskarðshnjúk og Hvanneyrarhyrnu

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00

Spilmenn Ríkínís

Marta G. Halldórsdóttir söngur, langspil, symfón og harpa
Örn Magnússon söngur, symfón, langspil, harpa og gígja
Sigursveinn Magnússon söngur, symfón og trumba
Ásta Sigríður Arnardóttir gígja og symfón

Bátahúsið kl. 21.30 

Fiðlarinn á þakinu

Jón Svavar Jósefsson söngur
Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur
Haukur Gröndal klarinett
Ásgeir Ásgeirsson gítar og bouzouki
Þorgrímur Jónsson bassi
Cem Misirlioglu slagverk

 

Grána kl. 23.00 

Söngur og sónargaldur

Júlía Traustadóttir söngkona
Hildur Heimisdóttir langspil