Hin árlega Þjóðlagahátíð sem haldin er á Siglufirði hefst á morgun, 1. júlí og stendur til 5. júlí.  Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er 15 ára í ár, en hún var fyrst haldin árið 2000 fyrir tilstuðlan Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði, Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000 og Siglufjarðarkaupstaðar. Hátíðin er skipulögð í nafni Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, en samstarfsaðilar á Siglufirði eru Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja.

Dagskrá morgundagsins:

Miðvikudagur 1. júlí 2015
 
Ráðhústorgið kl. 13.00-17.00
Gengið á fjall ofan við Siglufjörð.
 
Siglufjarðarkirkja kl. 20.00
Heddý og félagar syngja og leika íslenskar dægurperlur frá 20. öld
Þórhildur „Heddý“ Pálsdóttir söngur
Sigurbjörg María Jósepsdóttir kontrabassi
Jósep Ó. Blöndal píanó
Hafþór Guðmundsson slagverk
 
Bátahúsið kl. 21.30
Helgisöngvar og norsk þjóðlög sem tengjast Ólafi helga Noregskonungi
Elisabeth Holmertz, söngur
Poul Höxbro flauta og trommur
Elisabeth Vatn orgel, sekkjapípur
Anders Röine harðangursfiðla og langeleik
Ívar Sverrisson sögumaður
 
Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 23.00
Nath Trevett gítar og söngur
Þjóðlagasetur