Þjóðlagahátíð er lokið – talsverð umferð í Héðinsfjarðargöngum í gær

Þjóðlagahátíð lauk formlega í gær á Siglufirði. Veðrið var mjög gott í bænum og kaffihúsin þétt setin. Þá var strandblakmót á túninu hjá Kaffi Rauðku. Umferð hefur verið lokað við höfnina enda óþægilegt fyrir þá sem snæða úti á Kaffi Rauðku eða njóta þess að horfa á strandblakið að hafa umferðina svo nálægt. Næg bílastæði eru hinu megin við húsin.

Mikil umferð var í gegnum Héðinsfjarðargöng í gær eða 1061 bíll. Hitinn á Siglufirði í gær var í kringum 15 ° þegar leið á daginn en náði ekki 10° í Héðinsfirði. Í nótt var hins vegar heitt í Héðinsfirði eða milli 12-13°. Í morgun kl. 7 var hitinn kominn í rúmlega 12° og stefnir í heitan dag þar.