Þjóðlagahátíð á Siglufirði – miðvikudagur

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 19. sinn 4. – 8. júlí 2018. Hún er að þessu sinni haldin í samvinnu við Norrænu strandmenningarhátíðina, Síldarminjasafn Íslands og Þjóðlagasetrið á Siglufirði. Tónlist strand- og eyþjóða setur sterkan svip á hátíðina. Von er á tónlistarmönnum frá  Grænlandi, Gotlandi og Bretlandseyjum, einnig Bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi auk íslenskra tónlistarmanna. Hátt í 20 tónleikar verða á hátíðinni, boðið verður upp á námskeið fyrir börn og fullorðna auk þess sem alþjóðleg þjóðlagaakademía verður starfrækt.

Boðið verður upp á fjölbreytta tónlist á hátíðinni, þar má nefna íslensk þjóðlög, heimsdjass, sænska þjóðlagatónlist, sjómannalög, tónlist frá Japan, miðaldamúsík og sinfóníutónleika með þjóðlög í öndvegi.

Listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarðinnar á Siglufirði er Gunnsteinn Ólafsson og framkvæmdastjóri er Mónika Dís Árnadóttir.

MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018

20.00 SIGLUFJARÐARKIRKJA – MÖRÐUR TÝNDI TÖNNUM

Spilmenn Ríkínís syngja íslensk þjóðlög og leika á forn hljóðfæri

 • Örn Magnússon söngur, langspil, gígja
 • Marta G. Halldórsdóttir söngur, gotnesk harpa
 • Halldór Arnarson söngur, geitarhorn, langspil
 • Ásta Arnardóttir söngur, gígja
21:30 RAUÐKA – Á FRÍVAKTINNI

„Flottasta áhöfnin í flotanum“ leikur löðrandi sjómannalög

 • Jóhann Sigurðarson söngur
 • Pétur Valgarð gítar
 • Ástvaldur Traustason píanó, harmónikka
 • Matthías Stefánsson fiðla, gítar
 • Magnús Magnússon trommur
 • Friðrik Sturluson bassi
23:00 SIGLUFJARÐARKIRKJA – KONAN Í SPEGLINUM

Lög við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur skáldkonu

 • Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir söngur, píanó, harmóníum, langspil, klarinett
 • Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngur, kalimba, skál