Þjálfari Tindastóls í knattspyrnu hættir

Knattspyrnudeild Tindastóls og Jamie McDonough hafa komist að samkomulagi um starfslok Jamie hjá félaginu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu. Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar Jamie fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Knattspyrnudeild Tindastóls í dag.

Mynd: tindastoll.is