Íþróttafélagið Magni og Sveinn Þór Steingrímsson hafa komist að samkomulagi með að Sveinn Þór láti af störf­um sem þjálf­ari meist­ara­flokks Magna. Breyttar aðstæður og búferlaflutningar Sveins Þórs og fjölskyldu til Keflavíkur urðu til þess að Sveinn Þór lætur að störfum sem þjálfari Magna.

Stjórn Magna hóf því leit að eftirmanni Sveins og var komist að samkomulagi við Óskar Bragason um að taka við liðinu. Óskar hefur verið þjálfari 3. flokks KA í sumar en áður hefur hann m.a. verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks KA og þjálfað Dalvík/Reyni og Magna. Anton Orri gegnir áfram hlutverki aðstoðarþjálfara liðsins.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Magna.