Þjálfari KF hættur

Þjálfari Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hefur sagt starfinu upp. Hann tók við að liðinu í fyrra haust af Lárusi Orra og endaði liðið í 7. sæti í haust eftir miklar mannabreytingar frá síðasta tímabili.  Dragan Stojanovic segir í viðtali við fotbolta.net ástæðuna vera aksturinn til og frá Fjallabyggð til Akureyrar þar sem hann býr. Þá segist hann vera sáttur með árangurinn í sumar og að hann hefði þurft að byggja upp nýtt lið eftir brotthvarf lykilmanna.