Sveinn Þór Steingrímsson mun hætta sem þjálfari meistaraflokks Dalvíkur/Reynis samkvæmt upplýsingum frá formanni Knattspyrnudeildar Dalvíkur.  Sveinn tók við liðinu 13. júlí 2017 en hafði áður verið aðstoðarþjálfari liðsins. Hann þjálfaði liðið í alls 28 leikjum í deild- og bikar og kom liðinu upp í 2. deild í sumar.  Sveinn er fæddur árið 1984 og lék meðal annars með Grindavík, Njarðvík, GG, Hamar og Þrótti Vogum.

Knattspyrnudeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Svein um að hann taki við sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu.