Jóhann Hreiðarsson og Pétur Heiðar Kristjánsson hafa óskað eftir því við stjórn Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis að láta af störfum sem þjálfarar meistaraflokks Dalvíkur/Reynis.
Jóhann og Pétur hafa þjálfað meistaraflokk Dalvík/Reyni undanfarin tvö tímabil og stýrðu liðinu í annað sætið á þessu tímabili, sem tryggði sæti í 2. deild að ári.
Það er því ljóst að nýr þjálfari verður með liðið í 2. deild á næsta ári.
Dalvík/Reynir greindi fyrst frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.