Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tók daginn snemma í logninu í Ólafsfirði á frábærum morgunfundi sem hófst kl. 08:15 í morgun í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Hluti þingflokksins tók daginn þó mun fyrr og mætti kl. 06:45 í tíu stiga frosti í sundlaugina í Ólafsfirði þar sem púlsinn var tekinn á bæjarbúum í heita pottinum, en talsverður fjöldi var þennan morgun í sundi.

Þingflokkurinn fékk frábærar móttökur á Ólafsfirði og átt gefandi og uppbyggilegt samtal við íbúa Fjallabyggðar um hin ýmsu málefni. Fundurinn var fjölmennur og setið við öll borð þar sem þingmenn hittu íbúa og ræddu um það sem skiptir máli.

Meðal þess sem rætt var eru fiskeldismál, kvótamál, starfsstöð Alþingis í Fjallabyggð, vegagjöld, ferðamál og atvinnumál almennt, samgöngumál, rafræn stjórnsýsla, opinber störf á landsbyggðinni, menntamál og aukið vægi iðnnáms, nýsköpunarmál, sifjamál og fleira.

Þetta er í fyrsta skipti sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ferðast allur saman í kjördæmi landsins í kjördæmaviku Alþingis. Þingflokkurinn mun í ferð sinni heimsækja alls um 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Þingflokkurinn heimsótti einnig Dalvíkinga, Akureyringa, Mývetninga Húsvíkinga í dag.