Í dag komu nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins ásamt Heilbrigðisráðherranum Willum Þór í heimsókn til Fjallabyggðar.
Opinn fundur var haldinn á Torginu á Siglufirði í hádeginu og í framhaldinu var heimsókn til Genís á Siglufirði og til Ólafsfjarðar í Hið Norðlenska Styrjufélag.
Aðrir þingmenn sem komu voru: Líneik Anna, Stefán Vagn og Hafdís Hrönn, öll úr Framsóknarflokknum.