Þingeyingur ársins 2012

Lesendur þriggja miðla í Þingeyjarsýslum, skarpur.is, 640.is og 641.is hafa valið björgunarsveitirnar og hinn almenna björgunarsveitarmann Þingeyinga ársins 2012. Þetta varð ljóst nú í hádeginu, þegar kosningu lauk um Þingeying ársins 2012.

Um er að ræða Björgunarsveitnina Stefán í Mývatnssveit,Björgunarsveitina Þingey, Hjálparsveit Skáta í Reykjadal, Hjálparsveit Skáta í Aðaldal, og Björgunarsveitina Garðar á Húsavík

Það er ljóst að Þingeyingar eru þakklátir björgunarsveitafólki sem lagði mikið á sig við að bjarga sauðfé í óveðri sem skall á í september sl. Þar unnu björgunarsveitirnar ómetanleg starf með bændum og sjálfboðaliðum.