Þétt dagskrá á Þjóðlagahátíð í dag
Fjölmargir viðburðir verða á Þjóðlagahátíð í dag sem haldin er á Siglufirði og lýkur á morgun sunnudag. Meðal annars verða norskir þjóðdansar á kirkjuloftinu í Siglufjarðarkirkju og einnig tónleikar. Kvæðamannakaffi verður í Þjóðlagasetrinu og útgáfutónleikar. Í kvöld verður uppskeruhátíð í Bátahúsi Síldarminjasafnsins. Síðustu tónleikar kvöldsins verða svo haldnir í Gránu.
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2021
SIGLUFJARÐARKIRKJA 10.00 – 12.00
Norskir þjóðdansar á kirkjuloftinu. Opið öllum. Leiðbeinandi: Øyonn Groven Myhren.
SIGLUFJARÐARKIRKJA KL. 14.00 – 15.00
Sauðatónar á sveimi. Tónlist eftir Hafdísi Bjarnadóttur og íslensku sauðkindina
Passepartout Duo, Ítalíu ásamt Hafdísi Bjarnadóttur
Nicoletta Favari hljóðgerflar, Christopher Salvito slagverk, Hafdís Bjarnadóttir rafgítar
ÞJÓÐLAGASETUR SR. BJARNA ÞORSTEINSSONAR KL. 15.30 – 16.30
Kvæðamannakaffi. Útgáfutónleikar kvæðamannafélagsins Rímu í Fjallabyggð. Aðgangur ókeypis.
SIGLUFJARÐARKIRKJA KL. 17.00 – 18.00
Þar sem beitilyngið grær. Tónleikar til heiðurs Nonna á Syðri-Á
Þjóðlagasveitin Kólga
Kristín Sigurjónsdóttir fiðla og söngur, Jón Kjartan Ingólfsson kontrabassi og söngur, Magni Friðrik Gunnarsson hryngítar og söngur, Helgi Þór Ingason harmonika og söngur
BÁTAHÚSIÐ 20.30 – 22.00
Uppskeruhátíð
Listamenn á hátíðinni koma fram
Sérstakir gestir: Duo Brasil (Guito Thomas gítar og Rodrigo Lopes slagverk)
GRÁNA 22.30 – 23.00
Hásumar-rusk í Gránu.
Norska slagverkstríó SISU leikur m.a. á vélarnar í bræðsluverksmiðjunni.
Tomas Nilsson, Bjørn Skansen og Bjørn-Christian Svarstad slagverk, Noregi.