The Guardian mæla með Akureyri og birta mynd frá Siglufirði

Um helgina birtist í vefútgáfu breska blaðsins The Guardian umfjöllun um 40 “heitustu” áfangastaðina á árinu 2018 fyrir ferðamenn og var Akureyri þeirra á meðal. Það kemur fram Akureyri sé frábær áfangastaður og einnig til að ferðast útfrá um Norðurland. Þá er sagt frá Eyjafirði sem lengsta firði landsins og að þurrara loftslag sé á Akureyri en í Reykjavík. Þá er mælt með miðbæjarferð á R5 Microbar, Rub23 og Akureyrarkirkju. Þá er sagt frá Goðafossi, Mývatni, Bjórböðum í Árskógssandi og fiskiþorpinu Siglufirði þar sem þáttaröðin Ófærð hafi verið tekin upp.

Þá er greint frá því að ferðaskrifstofan Super Break sé nú að bjóða upp á beint flug frá Cardiff og Edinborg til Akureyrar sem þriggja og fjögurra nátta pakkaferð. Einnig sé skipulagt að fljúga frá Newcastle, Liverpool, Exeter, Bournemouth og Stansted flugvelli. Fyrsta flugvélin lendir á föstudaginn næstkomandi þann 12. janúar á Akureyrarflugvelli.