Þakkartónleikar í Tónlistarskóla Skagafjarðar í kvöld

Tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskóla Skagafjarðar í kvöld kl. 20. Um er að ræða þakkartónleika vegna styrkja sem hópurinn fékk til að komast í ferðalag til Danmerkur ásamt kennara til að halda tónleika þar. Nemendur vilja með þessu þakka fyrir sig.