Töluvert tjón hefur orðið á þökum margra gamalla húsa á Siglufirði í miklu hvassviðri sem gengið hefur yfir bæinn undanfarna sólarhringa.  Engin slys hafa hins vegar orðið á fólki.

Þakið á húsnæði Ljóðaseturs Íslands við Túngötu á Siglufirði var farið að losna í heilu lagi og hefur það líklega gerst síðastliðna nótt að sögn lögreglunnar á Siglufirði. Björgunarsveitarmenn úr Strákum hafa haft í mörgu að snúast síðustu daga vegna veðursins og eru enn að.

Meira um þetta á mbl.is