Þak Grunnskólans á Ólafsfirði í slæmu ástandi

Við skoðun á þaki grunnskólans í Ólafsfirði kom í ljós að þakið er ekki í góðu ástandi og er lagt til að í stað þess að reyna að nýta hluta þaksins eins og áætlað var að gera, verði því skipt út fyrir nýtt.
Bygginganefnd Grunnskóla Fjallabyggðar hefur samþykkt að fjarlægja allt gamla þakið af Grunnskólanum í Ólafsfirði og byggja nýja þakið eins og teikningar gera ráð fyrir.
Þá er tæknideild Fjallabyggðar falið að ganga frá samningum við verktaka vegna þessa aukaverks.