Þættirnir Síldarævintýrið á Siglufirði á Rás 1

Rás 1 endurflytur nú þættina Síldarævintýrið á Siglufirði frá árinu 1989. Búið er að birta tvo þætti á vef Ruv.is. Þáttur 1 og Þáttur 2 en alls eru þættirnir 6.

Þættirnir eru heimildaþættir um síldarárin á Siglufirði frá árinu 1989. Þættirnir eru endurfluttir í tilefni þess að á þessu ári eru 100 ár liðin frá því að Siglufjörður fékk kaupstaðarréttindi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Kristján Róbert Kristjánsson. Lesarar með umsjónarmönnum eru Erlingur Sigurðarson, Benedikt Sigurðarson og Sigríður Guðmundsdóttir. Viðmælendur: Lára Stefánsdóttir, húsfrú, Kolbeinn Friðbjarnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrikka Björnsdóttir, húsfrú, Sigurður Gunnlaugsson, fyrrv. bæjarritari, Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Ármann Jakobsson, fyrrv. bankastjóri, Þorsteinn Hannesson, fyrrv. tónlistarstjóri, Sigurjón Sæmundsson, fyrrv. bæjarstjóri, Bragi Magnússon, fyrrv. lögreglumaður, Pétur Baldvinsson, fyrrv. verkstjóri, Óli Blöndal, bókavörður, Benedikt Sigurðsson, rithöfundur Siglufirði, Júlía Halldórsdóttir og Björn Þórðarson og Jónatan Ólafsson tónlistarmaður.