TBS verður 60 ára þann 5. desember næstkomandi og mun félagið því fagna með tveggja daga afmælishátíð dagana 29.-30. nóvember.
Á föstudeginum verður opið hús frá kl. 16-19 fyrir alla sem vilja koma og spila badminton.
Afmælismót verður haldið á laugardeginum fyrir yngri badmintonspilara. Þar verður einliðaleikur í riðlum og hefst kl. 11:00.
Síðar um daginn eða um kl. 16:00 mun TBS bjóða öllum í afmæliskaffi í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Nokkrir einstaklingar verða heiðraðir fyrir ómetanlegt sjálfboðastarf.
Iðkendur munu svo ganga í hús og selja glæsilegt barmerki félagsins sem var hannað í tilefni afmælisins.