Fjallabyggð opnaði tilboð þann 3. ágúst síðastliðinn vegna raflagna á bæjarbryggju/hafnarbryggju á Siglufirði.

Tvö tilboð bárust og voru bæði vel undir kostnaðaráætlun sem var 19.365.143 kr. Fyrirtækið Raffó ehf. á Siglufirði bauð 16.640.679 kr, en Tengill ehf. á Sauðárkróki bauð 12.863.909 kr.  Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda.

Tengill ehf. er með starfstöðvar á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga og yfir 40 starfsmenn í vinnu.