Telemarkfestival verður haldin helgina 16.-17. mars í Hlíðarfjalli á Akureyri. Tveggja brauta keppni í samhliðasvigi þar sem helstu Telemark kempur landsins etja kappi.

Frá kl. 16-18 á laugardaginn verður svo dansað á skíðaskónum við skíðahótelið

Fyrir þá sem ekki vita hvað Telemark er þá er það elsti skíðastíll sem til er. Fólk rennir sér með lausan hælinn og hallar sér með innra hnéð niður á skíðið.  Hátíðin er mjög lífleg og mikið um framandi og flotta búninga.