Ljóðasetur Íslands minnir á að tekið sé á móti hópum á setrinu á Siglufirði allt árið um kring og er dagskrá sniðin að þörfum hvers og eins.
Boðið er uppá samsöng, kveðskap, ljóðalestur og fræðslu um íslenska ljóðlist, siglfirskar gamansögur, söng og spil og sagt frá starfsemi Ljóðasetursins svo eitthvað sé nefnt.
Áhugasamir geta verið í sambandi við Ljóðasetrið á fésbókinni eða í síma 865-6543 ef þið hafið áhuga á að bóka heimsókn með hópinn.