Unglingarnir úr Tennis- og Badmintonfélagi Siglufjarðar taka þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi um helgina. Mótið hófst snemma í morgun og stendur yfir helgina. Það er sérstaklega tekið fram að keppnissvæði á Akranesi er hnetu- og fiskfrítt svæði en veitingasala er á staðnum.

U-11 flokkarnir byrjuðu 09:00 í morgun og U-13 kl. 11:00. Á sunnudaginn er keppt í U-15 og U-17 flokkum.

Krökkunum hjá TBS gekk vel í morgun og fór t.d. Marínó Örn Óskarsson alla leið í úrslitaleikinn, en hann sigraði alla sína leiki í einliðaleik í U-11 A keppni í riðli C. Hann vann einnig úrslitaleikinn örugglega 21-9 og 21-9.

Þá fór Ólafur Kári Sigurgeirsson hjá TBS einnig alla leið í úrslitaleik en hann lék í U11 B-keppni í A-riðli í einliðaleik.  Fyrstu tveir leikir hans fór í þrjár hrinur, en hann flaug svo í gegnum undanúrslitin og vann úrslitaleikinn 21-19 og 21-13. Vel gert.

Þeir félagar spila svo tvíliðaleik saman síðar í dag.

Nokkrar myndir frá mótinu í morgun í leikjum TBS fylgja fréttinni.

Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is
Myndir : EKJ / Héðinsfjörður.is