Í byrjun júní var lokaæfing og kveðjuhóf hjá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar. Foreldrar og iðkendur mættu í íþróttahúsið og fengu sér svo köku. Gerda þjálfari hjá TBS er að kveðja eftir 5 ára starf og flytur hún nú til Hafnarfjarðar, en hún hefur æft með BH samhliða því að þjálfa hjá TBS.
Ákveðin tímamót hjá félaginu þegar svona öflugur þjálfari og fyrirmynd hverfur á braut.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Gerda og Anna María hafi lyft félaginu upp á næsta stig síðustu árin með betri æfingum og auknum fjölda iðkenda.
Myndir með fréttinni koma frá TBS.



