Talsvert grjóthrun við Siglufjarðaveg í dag

Talsvert hefur verið um grjóthrun á Siglufjarðarvegi í dag, út frá Siglufirði og í Almenningum. Búast má við að hrunið haldi áfram fram á nótt og eru vegfarendur beðnir að fara með gát um veginn.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar í dag.

Grjótrun var einnig nýlega á Siglufjarðarvegi og þá var þessi mynd tekin.