Menningarsjóður Akureyrarbæjar styrkir ungt listafólk

Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að í ár verði úthlutað 1-2 styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar til ungs og efnilegs listafólks á aldrinum 18- 25 ára sem er í framhaldsnámi eða á leið í framhaldsnám í sinni grein. Upphæð hvers styrks verði kr. 600.000. Markmiðið er aðviðkomandi geti dregið úr sumarvinnu með námi og þess í stað lagt stund á list sína bæði með æfingum og viðburðum.  Á mótistyrknum mun viðkomandi koma fram á viðburðum á sumarhátíðum bæjarins, allt eftir nánara samkomulagi

Read more