Tafir í Múlagöngum og Strákagöngum

Talsverðar tafir eru nú í bæði Múlagöngum við Ólafsfjörð og Strákagöng við Siglufjörð vegna lokunar sem var í dag á Öxnadalsheiði, en þar var alvarlegt umferðarslys í morgun. Samkvæmt korti Vegagerðarinnar er nú búið að opna Öxnadalsheiðina.

Klukkan 10:03 í morgun var tilkynnt um alvarlegan þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði. Þarna hafði orðið árekstur með þeim hætti að ein bifreið var að taka fram úr annarri bifreið í þann mund er lítil fólksflutningabifreið kemur á móti með þeim afleiðingum að sú bifreið sem var að taka framúr veltur út af veginu en árekstur varð með hinum tveimur.

Slysið var mjög alvarlegt ökumaður annarri bifreiðarinnar lést og farþegi þar er alvarlega slasaður. Ekki vitað nánar um slys á fólki en allir fara í skoðun á sjúkrahúsið á Akureyri. Umferðarslysið er í rannsókn.

Myndir koma frá Vegagerðinni og upplýsingar frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

mulagong_2mulagong_3mulagong_1a