Tæplega 5000 gistinætur á tjaldsvæðum Siglufjarðar

Nú liggja fyrir upplýsingar rekstraraðila tjaldsvæðanna í Fjallabyggð. Mjög mikill munur er á gistinóttum á Siglufirði og í Ólafsfirði. Á Siglufirði voru gistinætur síðastliðið sumar 4867 talsins en í Ólafsfirði voru það aðeins 795. Þá var lögð fyrir könnun fyrir tjaldbúana, en flestir svöruðu því að þeir væru komnir til að upplifa náttúruna á svæðinu. Þá voru langflestir ánægðir með tjaldsvæðin og starfsmenn svæðanna fengu góða dóma.

Tjaldsvæðið í ÓlafsfirðiTjaldsvæðið á Siglufirði