Tæplega 500 blakarar í Fjallabyggð um helgina

Um helgina fer fram blakmótið Sigló hótel – Benecta mót BF, og eru tæplega 500 keppendur á mótinu í ár. Nokkrir leikir fóru fram í gær, og léku karlalið Blakfélags Fjallabyggðar tvo leiki. BF-A lék við  KA-Ö, en KAmenn voru sterkari og unnu 2-0 (21-7, 21-19). Seinni leikurinn var gegn KA-K og endaði með 1-1 jafntefli, (21-18, 19-21).

BF-B karlalið lék gegn Umf. Efling, og unnu heimamenn sigur, 2-0, (14-21, 20-21), og síðari leikurinn var gegn Völsungi, og tapaðist hann 2-0, (21-16, 21-17).

Kvennaliðin léku einnig í gær, BF kjúllar lék tvo leiki, unnu einn og gerðu eitt jafntefli. BF 4 kvennalið lék einnig tvo leiki í gær, töpuðu einum og gerðu eitt jafntefli.

Blakveislan heldur áfram í dag og endar með kvöldmat og balli fyrir keppendur.