Tæplega 40 þúsund gestir í Glaumbæ í Skagafirði

Fjölmargir gestir hafa heimsótt Byggðasöfn Skagfirðinga, en það eru meðal annars Glaumbær við Varmahlíð og Minjahúsið á Sauðárkróki. Fram til 31. ágúst hefur verið tekið á móti 39.218 gestum, þar af 36.939 í Glaumbæ og 2279 í Minjahúsinu. Alls unnu ellefu starfsmenn við móttöku gesta.  Fjölgað hefur um 3.877 gesti á milli ára í Glaumbæ, miðað við sama dag í fyrra, en þeim hefur hinsvegar fækkað í Minjahúsinu og munar þar um að 1.330 færri leituðu upplýsinga þar, nú í sumar, miðað við í fyrra. Glaumbær var friðlýstur árið 1947 en þá fluttu síðustu íbúar úr húsinu.

Minjahúsið var byggt sem vöruhús fyrir Kaupfélag Skagfirðinga árið 1949 og var lengst af notað sem slíkt. Eftir 1980 var rekin þar verslun, saumastofa og fleira.

1385307043-r-hus-copy minjahusid