Tæplega 3000 ökutæki í gegnum Vaðlaheiðargöng á opnunardaginn
Vaðlaheiðargöng voru opnuð fyrir umferð á föstudaginn sl. kl. 18:00 eftir að öryggisprófunum lauk. Göngin verða öllum opin án endurgjalds til 2. janúar 2019.
Fyrstu 24 klst (eða á milli kl. 18:00 og 18:00 frá föstudegi til laugardags) fóru alls 2.951 ökutæki í gegnum göngin. Alls fóru 1.562 í austurátt og 1.389 í vesturátt. Samkvæmt mælum á Víkurskarði fóru um 1050 ökurtæki yfir Víkurskarðið daginn áður en göngin opnuðu.
Formleg opnun ganganna verður 12. janúar næstkomandi.