Tæplega 30 sektaðir á Sauðárkróki fyrir umferðarlagabrot

Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði í nógu að snúast síðastliðinn sunnudag þegar vel á þriðja tug ökumanna voru kærðir fyrir umferðarlagabrot á Sauðárkróki.  Um ýmiskonar brot var að ræða, eins og t.d. brot á stöðvunarskyldu, bílbelti ekki notuð, talað í farsíma undir stýri, hraðakstur og stöðubrot. Eins voru einhverjir kærðir vegna ástands ökutækja. Almennt tóku vegfarendur vel í afskipti lögreglu en alltaf má gera betur til að bæta umferðarmenninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra.