Hvalasafnið á Húsavík var opnað árið 1997 og hefur gestum farið fjölgandi á milli ára. Í ár hafa tæplega 25.000 gestir heimsótt safnið en háannatíminn er yfir sumarið. Nú er beðið eftir því að gefstur númer 25.000 láti sjá sig og verður hann heiðursgestur og hlýtur gjöf frá safninu í því tilefni.
Meginmarkmið Hvalasafnsins er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Í samvinnu við Golfklúbb Húsavíkur rekur Hvalasafnið 18 holu púttvöll á gólfum safnsins, yfir vetrartímann, frá október fram í apríl.
Opnunartímar þess eru:
- Júní, júlí og ágúst: 08:00 – 18:30
- Apríl, maí og september: 09:00 – 16:00
- Október til mars: Virka daga 10:00 – 15:30
Ljósmynd: www.sjominjar.is