Tæplega 25% samdráttur í lönduðum afla í Fjallabyggð

Samdráttur er um 24,4% á milli ára í lönduðum afla höfnum Fjallabyggðar.  Á Siglufirði voru þetta 25262 tonn í 2127 löndunum árið 2017 en árið 2016 voru 33519 tonn í 2228 löndunum.

Í Ólafsfirði voru 578 tonn í 525 löndunum árið 2017, en voru 662 tonn í 592 löndunum árið 2016.