Á skólaárinu 2018-2019 eru 193 nemendur skráðir í Tónlistarskólann á Tröllaskaga og þar af eru 40 nemendur skráðir á fleira en eitt hljóðfæri. Þá eru 17 nemendur á biðlista og flestir eftir söngnámi. Nemendum á biðlista hefur verið boðið annað tónlistarnám í þeim hljóðfæraflokkum þar sem enn er laust. Þetta kom fram á fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem haldinn var í Ráðhúsinu á Dalvík í morgun.
Skólinn starfar í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð, með starfsstöðvar á Siglufirði, Ólafsfirði og á Dalvík.