Tæplega 100 þúsund sundlaugagestir í Skagafirði árið 2017

Nú liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda gesta í öllum sundlaugum í Skagafirði frá árinu 2011. Frá árinu 2011 hefur sundlaugin á Hofsósi verið vinsælust og verið með flesta gesti öll þessi ár. Næstvinsælasta laugin er sundlaugin á Sauðárkróki og svo laugin á Varmahlíð. Tæplega 40 þúsund gestir hafa heimsótt sundlaugina á Hofsósi á ári síðustu tvö ár og um 37-38 þúsund á ári hafa heimsótt sundlaugin á Sauðárkróki síðustu 2 árin.  Árið 2011 voru sundlaugagestir í Skagafirði tæplega 44 þúsund og hefur því fjölgun verið mikil síðustu árin.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig gestakomum í sundlaugar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2011.