Föstudaginn 30. júní klukkan 9:30 verður haldinn fundur um alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyrarflugvelli.
Fulltrúum samstarfsfyrirtækja, sveitastjórnarfulltrúum og fólki sem tengist ferðaþjónustu verður boðið á fundinn og markmiðið er að ræða þau tækifæri sem felast í flugi milli Akureyrar og Keflavíkur.

Fulltrúar Icelandair munu halda stutta kynningu og að henni lokinni verður opnað á umræður.

Fundurinn fer fram á Hótel Kea á Akureyri .