Tæki eldri en 2005 uppfylla ekki kröfur um snjómokstur á Akureyri

Framkvæmdaráð Akureyrar hefur samþykkt að aldurstakmark verði á öll tæki í útboði um snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri og miðað verði við árgerð 2005 og nýrra. Í útboðinu verður svo tækjum raðað upp í flokk A (tæki sem uppfylla kröfur) og flokk B (tæki sem uppfylla ekki kröfur).

Heimilt verður þó að nota tæki úr flokki B, komi til þess að ekki bjóðist nægjanlega mörg tæki úr flokki A. Samið verður til þriggja ára með möguleika á framlengingu.

F200
F-200 frá Siglufirði