Sýningin MATUR-INN 2013 verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 11.-12. október næstkomandi. Sýningin er stærsti viðburður í starfsemi félagins Matur úr Eyjafirði – Local Food og var síðast haldin haustið 2011. Þá var sett aðsóknarmet þegar sýninguna sóttu yfir 13.000 gestir.

Á sýningunni verða sýningarsvæði fyrir fyrirtæki og félagasamtök og einnig markaðssvæði þar sem kjörið er að selja haustuppskeruna og annað sem tengist mat og matarmenningu. Á sýningarsvæðinu verða einnig keppnir fagmanna og áhugamanna í hinum ýmsu matartengdu greinum. Nánar hér.

Heimild: Akureyri.is