Sýning um ævi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds í Tjarnarborg

Athyglisverð sýning á ævi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar fyrsta tónskálds  íslendinga, verður opnuð 1. júni í Menningarhúsinu Tjarnaborg   kl. 14.00

Sveinbjörn Sveinbjörnsson fæddist árið 1847 lést í kaupmannahöfn áríð 1927 þar sem hann fór utan að leita sér lækninga. Við kynntumst Sveinbirni fyrst með lofsögnum, Ó, guð vor lands. Sveinbjörn var í hugum margra hinn mikli andi íslenskra tónlistarmanna, einkum eftir að hann komst á miðjan aldur. Hann var þeirra fremstur, lék manna best á pínaó og réð við tónsmiðaform sem fæstir höfðu heyrt talað um (sonata, trio, minuet, imporium)   Þegar Sveinbjörn var sjö ára gamall kom út eftir hann rit sem átti að kenna mönnum að smíða langspil og leika á það,  orgelið í dómkirkjunni var það eina á landinu í þá daga,  en á landsbyggðinni mátti finna einstaka langspil. Eiginkona Sveinbjörns var Eleanor Christie sem var af skoskum ættum og eiguðust þau soninn Þórð John William og dóttur, Helen Macleod.

Sýning þessi um ævi Sveinbjörns ætti ekki að fara fram hjá neinum, hún er einstök og mjög athyglisverð, í samstarfi við Menningarhúsið Tjarnarborg og Tónskóla Fjallabyggðar mun þessi sýning standa yfir fram eftir sumri.

Sýningin verður opin:

  • 1 júní kl. 14.00 til 18.00
  • 2. júní kl. 14.00 til 16.oo
  • 17.júní frá 14.00 til 18.00

Anna María Guðlaugsdóttir

Forstöðumaður Menningarhús Tjarnarborgar

 

Heimild: www.fjallabyggd.is