Sýning í Alþýðuhúsinu

Þriðjudaginn 1. desember klukkan 16:00 til 20:00 verður opið á vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður opnar sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina ” Allir fá þá eitthvað fallegt “, og eru það  litlir tréskúlptúrar sem tilvaldir eru í jólapakkann. Gestum er boðið að eiga notalega stund í upphafi aðventu og þiggja léttar veitingar.

Sýningin í Kompunni er opin þriðjudaga til fimmtudaga í desember kl. 15:00 – 18:00
Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.

Uppbyggingasjóður Norðurlands eystra, Fjallabyggð, Fiskbúð Siglufjarðar og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.

Fyrir þá sem eru á ferðinni inn Eyjafjörð, verður opið hús og sala á smáskúlptúrum í Freyjulundi (hinu heimili og vinnustofu Aðalheiðar) laugardaga og sunnudaga á aðventu, kl. 14:00 – 18:00.

treskulptur_1_web600181