Laugardaginn 11. maí kl. 14:00 verður opnuð sýningin Re – member – Iceland í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Listamennirnir Vincent Chhim, Laetitia Gendre, Albane duplessix og Isabelle Paga þekkja öll Ísland af eigin raun, þau hafa áður ferðast um landið, sýnt, eða unnið hér að myndlistarverkefnum. Þau fást við kvikmyndalist, innsetningar, teikningar og málverk svo að fátt eitt sé nefnt.