Sýna leiki Íslands á risaskjá á Akureyri

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni um styrk frá Útvarpi Akureyrar og Ölstofu Akureyrar til að sýna leiki Íslands á HM á risaskjá neðst í Listagilinu á Akureyri. Samþykkt hefur verið að styrkja verkenfið um 500.000 kr. og aðstoð við að loka götum og kynna viðburðina. Akureyrarstofa mun aðstoða við framkvæmdina.