Sveppi og Villi skemmta á Norðurlandi

Hinir geysivinsælu Sveppi og Villi ætla að skemmta Norðlendingum næstu daga og verða í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði,  laugardaginn 10. desember kl 15:00. Einnig föstudaginn 9. desember kl. 17:00 í Mælifelli á Sauðárkróki og á Hótel Kea á Akureyri, sunnudaginn 11. desember kl. 13:00.

Það er ekki á hverjum degi sem þeir drengir eru með sýningu opna fyrir alla og því er um að gera að nýta sér þetta einstaka tækifæri fyrir fjölskylduna til að koma og skemmta sér saman. Að sýningu lokinni býðst gestum upp á að spjalla við Sveppa og Villa ásamt því að fá mynd af sér með þeim drengjum.

Sveppa og Villa er óþarfi að kynna enda hafa þeir um árabili verið í hópi langvinsælustu skemmtikrafta landsins og er saga þeirra vægast sagt vegleg; yfir 100 sjónvarpsþættir, 4 vinsælar kvikmyndir, metsölu- og verðlaunabækur og óteljandi framkomur á allskonar skemmtunum.

Forsala miða fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg (engin posi) og hefst miðvikudaginn 7. desember.  2.500 í forsölu, 2.900 við hurð. Eitt verð óháð aldri.

Húsið opnar 30 min áður en að skemmtunin hefst.

15253455_1297037270318058_3409687462568037422_n